Af matarmyndum
Við Rúna Thors heimsóttum nokkra skóla fyrr í mánuðinum og fengum að taka ljósmyndir af hádegismatnum þar.
Þessi skemmtilega rannsókn er hluti af lokaverkefni okkar í námskeiðinu Ljósmyndir og miðlun í Háskóla Íslands.
Hugmyndin er að sýna myndrænt hvað grunnskólabörn fá að borða. Matseðlar grunnskólanna eru flestir aðgengilegir á heimasíðum þeirra en okkur lék forvitni á að vita hvernig starfsfólk mötuneytanna leysir það verkefni að framreiða hollan mat sem má ekki kosta mikið.
Sjálf hef ég heyrt börn kvarta yfir matnum sem er í boði í skólanum þannig að ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast! Útkoman úr þessu verkefni kemur til með að birtast á Lifandi Vefrit í lok maí.
Þar er líka greinarstubbur eftir mig með smá hugleiðingum um þessi mötuneytismál. Hann má lesa hér.
Velkomið að deila!