Samfélagsmiðlar
Ég á það alveg til að koma við á samfélagsmiðlunum! Tékkit.

Titlar fyrir videó

Posted by on Apr 26, 2014 in Hönnun, Myndbönd, Verk í vinnslu
Titlar fyrir videó

Sushi og Tattú

Á þeim 20 árum sem ég hef starfað sem teiknari hef ég lítið komið nálægt hreyfimyndum. Hagnýt menningarmiðlun í HÍ er heldur betur að breyta því!

Ég var sérstaklega heppin með hópfélaga þessa önn og við Eygló, Björk og Ragnhildur  erum að vinna í tveimur ólíkum myndböndum sem koma til með að birtast á vef námskeiðsins. Ég set inn tengil hér um leið og við höfum opnað vefinn formlega.

Myndböndin eru bæði á léttu nótunum. Í öðru heimsækjum við húðflúrara og í hinu fylgjumst við með Sushikokki búa til sushibakka sem er innblásinn af listaverki.

Eitt af þeim verkum sem ég tók að mér við þessa videóvinnu var að setja inn titla og texta.

 

Blind Date – stefnumót matargerðar og myndlistar

Í myndbandinu hér fyrir neðan notuðum við titla til að brjóta upp myndskeiðið. Það getur verið höfuðverkur að velja leturtýpu en mér fannst letrið passa sérstaklega vel við viðfangsefnið hér.

Blind_date_titlar

Á eftir þessum titlum í myndandinu birtast djúsí myndir af myndlist og sushigerð

 

Teikning og handskrifað letur

Með viðtali sem við tókum við Sigrúnu Rós húðflúrara valdi ég að teikna upphafsrammann – og valdi leturtýpu sem lítur út fyrir að vera skrifuð með blekpenna sem fellur vel að teiknistílnum.

 

Sigrun_Ros_Titlar

Myndefnið er beinn innblástur frá tökustað þar sem við tókum viðtal við húðflúrlistakonuna Sigrúnu Rós

Velkomið að deila!