Samfélagsmiðlar
Ég á það alveg til að koma við á samfélagsmiðlunum! Tékkit.

Halla_Solveig_portrait

Halla Sólveig Þorgeirsdóttir

Ég bý í 101 Reykjavík ásamt eiginmanni, þremur hressum krökkum og bústnum ketti.

Starfsreynsla

Hef starfað sjálfstætt sem teiknari og hönnuður frá 1995.

Rek eigið fyrirtæki, Myndlýsingu ehf. Þar vinn ég að fjölbreytilegum verkefnum tengdum myndskreytingum, grafískri hönnun og umbroti bóka og bókakápa. Auk þess hef ég sinnt margvíslegum verkefnum á sviði prent —og vefmiðla.

Hef myndskreytt yfir 20 barnabækur og fjölda námsbóka fyrir börn og unglinga. Af þeim hafa þrjár komið út á fleiri en einu tungumáli.

Verðlaun og viðurkenningar

Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar: Besta myndskreytta barnabókin 2018, fyrir Pétur og úlfurinn… en hvað varð um úlfinn? 

Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar: Besta myndskreytta barnabókin 2016, fyrir Ævintýrið af Sölva og Oddi kóngi

Skráð á alþjóðlegan heiðurlista IBBY fyrir myndskreytingar í bókinni Hver étur ísbirni?

Vest-Norrænu barnabókaverðlaunin 2004 fyrir bókina Engill í Vesturbænum

Norrænu barnabókaverðlaunin 2003 fyrir bókina Engill í Vesturbænum

FÍT verðlaunin, Silfur í flokki myndskreytinga árið 2003

Viðurkenning IBBY á Íslandi fyrir bókina Engill í Vesturbænum

Dimmalimm, Íslensku myndskreytiverðlaunin árið 2002

University of Hartord, Ct, Usa: The Charles Salisbury award fyrir góðan námsárangur á B.A prófi

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: viðurkenning fyrir námsárangur á listasviði

Meðal viðskiptavina á liðnum árum eru:

 • Alþingi
 • Bjartur, útgáfa
 • Brunabót
 • Dimma, útgáfa
 • Edda, útgáfa
 • Eldvarnabandalagið
 • Forlagið
 • Garðar Guðjónsson, ráðgjafi og textasmiður
 • Hjálparstarf kirkjunnar
 • JPV forlag
 • Mýrin, félag um bókmenntahátíð
 • Námsgagnastofnun
 • Raddlist
 • Samstarfshópur um vatnsvarnir
 • Skálholtsútgáfan
 • Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
 • Töfrahurð, útgáfa
 • Þjóðminjasafnið

Meðal bókatitla eru:

 • Kvöldsögur
 • Engill í Vesturbænum
 • Ég er slanga
 • Rissa vill ekki fljúga
 • Hver étur ísbirni?
 • Hundaeyjan
 • Fallegi flughvalurinn
 • Romsubókin
 • Katla og Ketill koma á óvart
 • Malli montrass
 • Lotta skotta og frekjudósirnar
 • Börn og bænir
 • Lærum og leikum með hljóðin, S-bókin og R-bókin
 • Vítahringur
 • Þriðji ísbjörninn
 • Ævintýrið um augastein
 • Ævintýrið af Sölva og Oddi kóngi

Meðal rithöfunda sem ég hef unnið með:

 • Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
 • Bára Grímsdóttir
 • Bergsveinn Birgisson
 • Elín Elísabet Jóhannsdóttir
 • Guðrún Helgadóttir
 • Kristín Steinsdóttir
 • Ólafur Gunnarsson
 • Sindri Freysson
 • Þorgrímur Þráinsson
 • Þórunn Erlu Valdimarsdóttir

Nám

Háskóli Íslands: MA í Hagnýtri menningarmiðlun (2015)

The University of Hartford, Ct, USA: BFA í Illustration (1994)

Listaháskóli Íslands: Nám við Grafíkdeild (1990-1992)

Félagsstörf

Ég er í stjórn hinna virðulegu íbúasamtaka Hollvinir Litla-Garðs og nágrennis. Þar hef ég m.a. stuðlað að þátttöku íbúa í viðburðum og framkvæmdum tengdum þessum litla almenningsgarði í Þingholtunum auk baráttu um bætta umferðarmenningu við Haðarstíg.

Er félagi í SÍM, sambandi íslenskra myndlistarmanna og FÍT; félagi íslenskra teiknara.

Tek virkan þátt í félagi myndskreyta á Íslandi, Fyrirmynd. Var í sýningarnefnd sem stóð að sýningu á Hönnunarmars 2012; Phobophobia í Bíó Paradís, þar sem 34 myndskreytar sýndu plaköt.

Auk þess tók ég að mér sýningarstjórn sýningarinnar Matarlist í íslenskum barnabókum í september 2012 en það var samsýning teiknara, haldin í Norræna húsinu í samvinnu við Norræna húsið og Mýrina, bókmenntahátíð.